top of page

Starfsfólk

Geðræn vandamál er eitthvað sem við öll getum gengið í gegnum um ævina. Erfiðustu tímabilin eru tímabundin sérstaklega eftir mikið álag og erfiðar aðstæður.

 

Glansmynd fullkomnar heilsu er ekki áfangastaðurinn heldur skiptir hið dagsdaglega bataferli öllu máli. Í ferlinu er hægt að gera svo margt uppbyggilegt og jákvætt sem stuðlar að vellíðan og betra lífi.

 

Geðræn vandamál skilgreina okkur ekki sem manneskjur og hægt er að læra að lifa með langvarandi veikindum með aðhlynningu, örvandi umhverfi og stuðningi.

 

Eftir myrkur þá rís sólin upp aftur rétt eins og nýr dagur.

Í réttu umhverfi þá getur styrkur þinn komið fyrr en þig grunar. Þú ert ekki veikur fyrir að glíma við erfiðleika, þú ert sterkur fyrir að mæta þeim.

 

 

Kærleikskveðja,

Starfsfólk Skjólstaða.

e6285c4d873d78b2ea888dafb8fa58c3.jpg
IMG_9088.jpeg

Góð tjáningarhæfni og jákvætt viðhorf

Markmið eiganda er að starfsfólk hafi lokið námskeiði hjá DC og öðlist góða samskiptahæfni, leiðtogahæfni, markmiðasetningu, góða tjáningu og jákvætt viðhorf sem nýtist þeim í starfi.

Eigendur Skjólstaða hafa góða reynslu við að vinna í sambærilegum búsetuúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda og mynda sína stefnu út frá kostum og göllum af þeim kynnum.

Eigendur Skjólstaða hafa annað hvort lokið námi eða kynnt sér vel meðal annars afbrotafræði og afleiðingar heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis, siðfræði, meðvirkni og hegðunarvanda.

Hafa samband

Tölvupóstur: skjolstadir@skjolstadir.is

​Skrifstofutími 10:00-14:00

Starfsumsóknir berist með tölvupósti

bottom of page