Okkar áherslur
Við hjá Skjólstöðum byggjum okkar dagsdaglegu starfsemi á kenningum atferlisfræðinnar og notumst við umbunarkerfi sem er byggt á jákvæðri styrkingu sem höfðar til/er sérsniðinn fyrir hvern skjólstæðing fyrir sig.
Við styðjumst við hugmyndafræðina um fjöláfalla- og tengslamiðaðs stuðnings með áherslu á rútínu, virkni og félagsfærniþjálfun.
Meginatriðin hugmyndafræðinnar eru meðal annars:
-
Áhersla er lögð á gæði og öryggi í teymisvinnu milli einstaklingsins og þeirra sem veita stuðning, hvort sem það eru fagaðilar, annað starfsfólk, fjölskylda eða aðrir í nærumhverfi hans.
-
Við leggjum áherslu á að aðstoða einstaklinginn við að finna leiðir til að jafna taugakerfið og líðan með því að stunda útiveru, hreyfingu, listsköpun, og fleira í tengingu við umbunarkerfi.
-
Við erum vakandi yfir því að áfallastreita getur valdið stöðugu streituástandi sem gerir þeim erfitt fyrir að taka ákvarðanir, mynda tengsl, hafa stjórn á tilfinningum sínum og meðtaka nýja hluti.
-
Áföll geta haft áhrif á hæfni einstaklinga í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á að virkja samskipta- og félagshæfni skjólstæðinga okkar.
-
Við vinnum með heildræna nálgun og styðjum velferð einstaklingsins út frá öllum sviðum lífsins; félagslegu, tilfinningalegu og líkamlegu.
-
Unnið er með styrkleika og sjálfsmynd einstaklingsins í stað þess að einblína eingöngu á erfiðleika og áskoranir hans.
Oft getur verið erfitt, sérstaklega í byrjun, fyrir skjólstæðinga okkar að brjótast út úr erfiðu samskiptamynstri, einangrun og tileinka sér virkni, en teymið okkar leggur sig allt fram til að styðja við,
hvetja og finna lausnir eftir þörfum hvers skjólstæðings.
Við leggjum upp með að nálgast börnin með skilningi á hegðun þeirra í tengslamiðuðu samhengi og bregðumst við á viðeigandi hátt. Þannig læra börnin yfirvegun í krefjandi aðstæðum og betri stjórn á tilfinningum sínum. Við vitum að dagsupplag skjólstæðinga okkar getur verið mismunandi og við gætum þess að fara ekki framúr þeirra getu sem gæti stuðlað að áframhaldandi skaða. Við leggjum áherslu á að starfsfólk Skjólstaða temji sér virka hlustun, athyglissemi og næmni til að lesa í aðstæður.
Tengslamiðaður stuðningur
Markmiðið er að einstaklingurinn verði tilfinningalega stöðugri og ráði betur við krefjandi aðstæður.
Eflum félagsfærni
Markmiðið er að auka sjálfstæði einstaklingsins með þjálfun í atferli daglegs lífs til að auka lífsgæði þess og tækifæri.
Daglegar athafnir að betra sjálfsmati
Við tökum þetta skref fyrir skref í samvinnu

"Það er engin leið að vera fullkomin,
en margar leiðir til að vera besta útgáfan
af sjálfum sér."
Skjólstaðir




